Efnisorð

,

Í dag eru loftgæði, miðað við styrk PM10, nokkuð slæm á köflum í borginn. Á tímum hefur skyggnið verið það lélegt að varla sést í Esjuna. Styrkur PM10 hefur farið í 350 micro-g á rúmmetra kringum hádegi á Grensás-stöðinni.

Þetta virðist vera vegna sandstorms frá Landeyjasandi – að minnsta kosti að stærstum hluta. Athygli vekur að ekki er hægt að greina öskufok á þessum myndum, sjá dæmi hér að neðan.

Gervitunglamynd frá því klukkan 13:15 í dag, 23. júlí, 2011, sýnir sandstorminn mjög vel. Aðrar myndir frá því um 11:30 sýna þetta einnig vel.

20110723_crefl1_A20112041315_zoom

Mynd tekin með MODIS nema um borð í Terra gervitunglinu kl. 13:15 þann 23. júlí, 2011 (Myndir fengnar / image courtesy of NASA/Rapidfire).

PM10 gögn frá Digranesheiði, Kópavogi, sýni toppa í svifryki sem tengjast svona atburðum mjög vel.

PM10_HHK_Digranesheidi_20110723