Upptök svifrykmengunar í dag 10. apríl 2019 – sandfok

Efnisorð

Í dag ruku gildi svifryksmengunar (PM10) snarlega upp frá 13 í Reykjavík, án greinilegrar tengingar við umferð.

20190410_PMRvkKop_1800.JPG

En ef gervitunglamyndir eru skoðaðar, þá er ljóst hvaðan svifrykið kemur. Uppruninn er sandfok frá Landeyjasandi.

20190410_MODIS_zoom.jpg

MODIS mynd frá 10. apríl 2019 (NASA Earthview).

Rykstrókurinn (dust plume) hverfur bakvið ský þegar hann nálgast Reykjavík (sem er efst í vinstra horninu á myndinn að ofan).

Vindhraði og átt styrkja þetta enn frekar.

20190410_1600_Winds_IMO.png

Kort frá Veðurstofu Íslands (vedur.is) sem sýnir vindhraða og átt kl. 16 í dag.

Auglýsingar

Áramótin nálgast

Nú þegar áramótin nálgast og veðurspárnar farnar að skýrast er ágætt að rifja aðeins upp hvernig ástandið var um síðastliðin áramót. Metmengun á höfuðborgarsvæðinu og skyggnið nánast ekkert. Meira að segja mestallan nýársdag voru loftgæði svo léleg að ekki var gaman að vera úti í veðurblíðunni.

Núna er stefnt að því að mæla efnainnihald flugeldamengunar sem er hið besta mál. Raunar nánast ótrúlegt að slíkt sé ekki þekkt. Hinsvegar, er mikilvægt að ekki sé skautað framhjá þeirri staðreynd að svifrykið, eitt og sér, ætti að duga til að knýja á vinnu „til að móta tillögur um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna flugeldamengunar“ (umhverfisraduneyti.is).

Efnamengunin bætist þar ofaná, en þegar farið er annað hvert ár að meðaltali yfir heisluverndarmörk, 8-falt síðustu áramót og þá var styrkur fíns svifryks (PM2.5) 75% af styrk PM10, þarf ekki að leita lengra til að sjá að grípa þarf til aðgerða.

Veðurspáin fyrir þessi áramót er enn að ráðast. „Ára­móta­veðrið verður með ágæt­um víðast hvar á land­inu og viðrar vel til flug­elda­skota. … en þó ekki al­gert logn enda þurfi smá­golu til að bægja meng­un­inni frá.“ (mbl.is 27. des 2018).

Gunn­ar Guðmunds­son, lungnalæknir segir: „Ég vona að ís­lensk þjóð sýni lungna­sjúk­ling­um skiln­ing varðandi flug­elda­meng­un um ára­mót og gæti hófs.“ (mbl.is 27. des 2018).

Landsbjörg býður nú landsmönnum „að „skjóta rót­um“ með því að kaupa græðlinga til gróður­setn­ing­ar í Ára­móta­skógi Lands­bjarg­ar í grennd Þor­láks­hafn­ar.“ (mbl.is 27. des 2018).

Einnig verða sér­stök skotsvæði fyr­ir flug­elda af­mörkuð á Skóla­vörðuholti, Klambra­túni og við Landa­kot á gaml­árs­kvöld (mbl.is 27. desember, 2018).

Í Fréttablaðinu í dag, 27. desember 2018, er síðan frétt um rannsókn Þrastar og Hrundar, Flýja inn með sviða í augum vegna mengunar um ára­mót.

Smá skref, en í rétta átt.

Eldri fréttir.

Rannsókn á mengun vegna flugeldanotkunar um áramót bendir til þess að þurfa fari í aðgerðir á Íslandi. Mengun síðustu áramót setti Evrópumet.…

 

Ný grein um áhrif eldgosa á tíðni „sandstorma“

Ný grein þar sem við rannsökum áhrif eldgosa á tíðni svifryksatburða.

SCIENCEDIRECT.COM
Large quantities of natural particulate matter are generated in Iceland every year. Glaciers, rivers, and explosive volcanic eruptions contribute to t…

 

https://authors.elsevier.com/c/1YDPn4zzcW0XY?fbclid=IwAR2wx1tNp2AE-0CHS0BxwrBKh121eSLxYn4NUCpSUuB4fQpP251Kb3eYM5M#.XBJGz9LwwtE.facebook

Ný grein „Accessibility of protected areas and visitor behaviour: A case study from Iceland“

Nýlega kom út greinin Accessibility of protected areas and visitor behaviour: A case study from Iceland í Journal of Outdoor Recreation and Tourism, Volume 24, December 2018, Pages 1-10 (https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2213078018300495).

Greinin er byggð á meistaraverkefni EditaTverijonaite, sem er fyrsti höfundur. Leiðbeinendur og meðhöfundar voru Rannveig Ólafsdóttir og Throstur Thorsteinsson.

Í greininni er rannsakað hvernig aðgengi að vernduðum svæðum breytir þeim og gestum þeirra.

Meistaravörn Cameron Powell

Í dag, 2. október 2018, varði Cameron Powell meistararitgerð sína frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Þröstur og Sara Barsotti (Veðurstofu Íslands).

Verkefnið hans var „Modeling volcanic ash re-suspension dynamics: the Eyjafjallajökull ash deposit case“ (Þróun líkans fyrir öskufok – notað á öskulög frá Eyjafjallajökuls eldgosinu). Verkefnið er hluti af stærra verkefni sem kallast AshTime og er styrkt af Rannís.

Til hamingju Cameron með glæsilega meistaravörn.

Prófdómari var Guðrún Nína Petersen (Veðurstofa Íslands), kærar þakkir.

Meistaravörn Irma Khoirunissa

Irma Khoirunissa varði þann 1. október 2018 meistaraverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Hún er staðsett í Indónesíu og vörnin fór því fram gegnum fjarfundarbúnað.

Verkefnið, „AERMOD Modeling of Hydrogen Sulfide (H2S) Concentration from Geothermal Power Plants in Ulubelu, Indonesia, and Hellisheidi-Nesjavellir, Iceland“ („Líkanreikningar með AERMOD á dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum í Ulubelu, Indónesíu og Hellisheiði og Nesjavöllum, Íslandi“), fjallar um notkun loftdreifingarlíkans á brennisteinsvetni, annars vegar frá Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum og hins vegar jarðvarmavirkjun í Indónesíu. Irma stóð sig vel og verkefni hennar var vel unnið.

Auk mín var Elín Björk Jónasdóttir (Veðurstofu Íslands) í meistarnefnd Irmu.

Prófdómari var Einar Sveinbjörnsson, sem skrifaði þessa skemmtilegu færslu á facebook.

UNU-GTP (http://www.unugtp.is)

Sandfok til Reykjavíkur 29. maí 2018

Efnisorð

, ,

Þurrt og vindasamt í dag (eftir langt rigningartímabil), sem eru kjöraðstæður fyrir sandfok.

20180529_1300_IMO_SW

  1. mynd. Veðrið kl. 13 í dag fyrir suður (suðvestur) ströndina. Nokkuð vindasamt og þurrt, og vindáttin beint til Reykjavíkur (veðurkort frá vefsíðu vedur.is).

Það má, með góðum vilja, greina strók frá Landeyjasandi (og þar í kring) sem liggur í átt að Reykjavík.

20180529_MODIS_crop

2. mynd. MODIS mynd frá því í dag, 29. maí 2018, sem sýnir Landeyjasand sem líklega uppsprettur og strók sem liggur í áttina að Reykjavík.

Mæliingar á PM 10 á GRE og FHG í Reykjavik sýna þetta svo vel.

20180529_PM10_GRE_FHG_12_17

3. mynd. PM10 (µg/m3; 30-mín meðaltal) mælingar frá GRE og FHG mælistöðvunum í Reykjavík (gögn frá UST).

Það er einnig áhugavert að aðrar mælistöðvar (Dalsmári, Hvaleyrarholt) mæla ekki þennan topp. Það getur vel staðist, því strókurinn er oft mjór og mögulega takmarkast af Esjunni í norður (var greinilegt miðað við mistrið í dag).

Leiðir til að draga úr svifryksmengun vegna umferðar

Efnisorð

, ,

Svifryksmengun vegna umferðar hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Engin furða, enda hefur styrkur svifryksmengunar verið í hæstu hæðum undanfarið.

Mart hefur verið nefnt til að draga úr svifryksmenguninni. Hinsvegar vantar stundum að staldra við og huga að því hvað er hægt að gera strax, hverju skal stefnt að og svo framvegis.

Ekki það að hér sé réttu leiðirnar útlistaðar, en þó er reynt að greina hvað er raunhæft að gera strax og hvað eigi að stefna að.

Einhverjir velta eflaust fyrir sér af hverju það vantar díselbíla. Þeir eru hinsvegar í raun með þegar talað er um að losna við gamla og mengandi bíla.

Síðan er vert að benda á að þessi mengun, vegna umferðar, er að miklu leyti bundin við miklar umferðargötur. Þegar gildin eru há við Grensásveg og Miklubraut, þá eru þau ekki há (vegna umferðar) í úthverfum og fjarri umferðargötum.

Sól, vindur og sandfok

Fallegir sólríkir dagar sunnanlands undanfarna daga. Svolítið hvasst (yfir 10 m/s), sjá 1. mynd. Sandfok frá Landeyjasandi og víðar á suðurlandinu 3. mars (2. mynd) og 5. mars (3. og 4. mynd).


1. mynd. Vindhraði og hviður í Þykkvabæ (gögn af vedur.is).

Sentinel-2 image on 2018-03-03.jpg
2. mynd. Gervitunglamynd frá Sentinel þann 3. mars 2018.

Sentinel-2 image on 2018-03-05.jpg
3. mynd. Sentinel mynd frá 5. mars 2018 (ESA).
20180305_MODIS_earthdata_nasa_gov.jpg
4. mynd. MODIS mynd frá 5. mars 2018 (MODIS NASA image).

 

Stillt veður og mikil mengun

Veður var mjög milt og stillt í dag, 28. febrúar 2018 (1. mynd). Vindur varla mældist og götur að þorna.

20180228_vedur_WS.gif
1. mynd. Vindhraði og hviður í Reykjavík 28. febrúar 2018 (af vef Veðurstofu Íslands).

Því miður eru þetta góðar aðstæður fyrir mengun. Næstu daga er spáin eiginlega verri varðandi svifryk og mengun, en þá að kólna og áfram að vera stillt. Þá geta myndast aðstæður, hitahvörf, þar sem mengunin getur orðið enn verri.

Styrkur svifryksmengunar varð mjög hár kringum hádegið í dag, t.d. á Grensás (2. mynd).

20180228_PM10_NO2_GRE.png
2. mynd. Styrkur svifryksmengunar og NO2 við Grensásveg þann 28. febrúar 2018. Mjög há gildi kringum hádegið og reyndar alveg frá 8 í morgun.

Mengunin var sýnileg þegar horft var út Leirvoginn frá Lágafellskirkju í dag klukkan 13 (3. mynd). Sést kannski ekkert sérlega vel á mynd, en var mjög greinilegt.

20180228_160629_PSX.jpg3. mynd. Útsýnið frá Lágafellskirkju kl. 13 í dag. Við sjóndeildarhring má sjá gula slikju.

Eins og sagði í byrjun, þá er spáin á þann veg að búast má við meiri mengun næstu daga. Hinsvegar kom fram í viðtali við heilbrigðisfulltrúa frá Reykjavíkurborg að Rvk-borg og Vegagerðin ætla að sópa götur í nótt og jafnvel að skoða með að rykbinda ef það dugar ekki til. Það verður áhugavert að fylgjast með því.