Sandfok til Reykjavíkur 29. maí 2018

Efnisorð

, ,

Þurrt og vindasamt í dag (eftir langt rigningartímabil), sem eru kjöraðstæður fyrir sandfok.

20180529_1300_IMO_SW

  1. mynd. Veðrið kl. 13 í dag fyrir suður (suðvestur) ströndina. Nokkuð vindasamt og þurrt, og vindáttin beint til Reykjavíkur (veðurkort frá vefsíðu vedur.is).

Það má, með góðum vilja, greina strók frá Landeyjasandi (og þar í kring) sem liggur í átt að Reykjavík.

20180529_MODIS_crop

2. mynd. MODIS mynd frá því í dag, 29. maí 2018, sem sýnir Landeyjasand sem líklega uppsprettur og strók sem liggur í áttina að Reykjavík.

Mæliingar á PM 10 á GRE og FHG í Reykjavik sýna þetta svo vel.

20180529_PM10_GRE_FHG_12_17

3. mynd. PM10 (µg/m3; 30-mín meðaltal) mælingar frá GRE og FHG mælistöðvunum í Reykjavík (gögn frá UST).

Það er einnig áhugavert að aðrar mælistöðvar (Dalsmári, Hvaleyrarholt) mæla ekki þennan topp. Það getur vel staðist, því strókurinn er oft mjór og mögulega takmarkast af Esjunni í norður (var greinilegt miðað við mistrið í dag).

Auglýsingar

Leiðir til að draga úr svifryksmengun vegna umferðar

Efnisorð

, ,

Svifryksmengun vegna umferðar hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Engin furða, enda hefur styrkur svifryksmengunar verið í hæstu hæðum undanfarið.

Mart hefur verið nefnt til að draga úr svifryksmenguninni. Hinsvegar vantar stundum að staldra við og huga að því hvað er hægt að gera strax, hverju skal stefnt að og svo framvegis.

Ekki það að hér sé réttu leiðirnar útlistaðar, en þó er reynt að greina hvað er raunhæft að gera strax og hvað eigi að stefna að.

Einhverjir velta eflaust fyrir sér af hverju það vantar díselbíla. Þeir eru hinsvegar í raun með þegar talað er um að losna við gamla og mengandi bíla.

Síðan er vert að benda á að þessi mengun, vegna umferðar, er að miklu leyti bundin við miklar umferðargötur. Þegar gildin eru há við Grensásveg og Miklubraut, þá eru þau ekki há (vegna umferðar) í úthverfum og fjarri umferðargötum.

Sól, vindur og sandfok

Fallegir sólríkir dagar sunnanlands undanfarna daga. Svolítið hvasst (yfir 10 m/s), sjá 1. mynd. Sandfok frá Landeyjasandi og víðar á suðurlandinu 3. mars (2. mynd) og 5. mars (3. og 4. mynd).


1. mynd. Vindhraði og hviður í Þykkvabæ (gögn af vedur.is).

Sentinel-2 image on 2018-03-03.jpg
2. mynd. Gervitunglamynd frá Sentinel þann 3. mars 2018.

Sentinel-2 image on 2018-03-05.jpg
3. mynd. Sentinel mynd frá 5. mars 2018 (ESA).
20180305_MODIS_earthdata_nasa_gov.jpg
4. mynd. MODIS mynd frá 5. mars 2018 (MODIS NASA image).

 

Stillt veður og mikil mengun

Veður var mjög milt og stillt í dag, 28. febrúar 2018 (1. mynd). Vindur varla mældist og götur að þorna.

20180228_vedur_WS.gif
1. mynd. Vindhraði og hviður í Reykjavík 28. febrúar 2018 (af vef Veðurstofu Íslands).

Því miður eru þetta góðar aðstæður fyrir mengun. Næstu daga er spáin eiginlega verri varðandi svifryk og mengun, en þá að kólna og áfram að vera stillt. Þá geta myndast aðstæður, hitahvörf, þar sem mengunin getur orðið enn verri.

Styrkur svifryksmengunar varð mjög hár kringum hádegið í dag, t.d. á Grensás (2. mynd).

20180228_PM10_NO2_GRE.png
2. mynd. Styrkur svifryksmengunar og NO2 við Grensásveg þann 28. febrúar 2018. Mjög há gildi kringum hádegið og reyndar alveg frá 8 í morgun.

Mengunin var sýnileg þegar horft var út Leirvoginn frá Lágafellskirkju í dag klukkan 13 (3. mynd). Sést kannski ekkert sérlega vel á mynd, en var mjög greinilegt.

20180228_160629_PSX.jpg3. mynd. Útsýnið frá Lágafellskirkju kl. 13 í dag. Við sjóndeildarhring má sjá gula slikju.

Eins og sagði í byrjun, þá er spáin á þann veg að búast má við meiri mengun næstu daga. Hinsvegar kom fram í viðtali við heilbrigðisfulltrúa frá Reykjavíkurborg að Rvk-borg og Vegagerðin ætla að sópa götur í nótt og jafnvel að skoða með að rykbinda ef það dugar ekki til. Það verður áhugavert að fylgjast með því.

Áhrif svifryks á heilsu

Birtist sem svar á Vísindavefnum 23.1.2018 eftir Þröst Þorsteinsson og Ragnhildi G. Finnbjörnsdóttur. Hér lítillega breytt (færri myndir).
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem eru litlar agnir í lofti, er yfirleitt mælt í míkró-grömmum á rúmmetra (µg/m3). Algengast er að talað sé um PM10, sem eru agnir með þvermál minna en 10 µm (10×10-6 m), eða fínt svifryk, PM2,5 (þvermál minna en 2,5 µm). Þannig er PM2,5 hluti af PM10. Svifryk sem er 0,1 µm til 1 µm í þvermál getur svifið um í loftinu í marga daga, jafnvel vikur, og því borist langar leiðir frá uppsprettunum.

Skýringarmynd sem sýnir þvermál svifryksagna í samanburði við þvermál mannshárs og fjörusands. Lengdareiningin míkron er einn milljónasti úr metra. PM er skammstöfun á ensku orðunum particulate matter.

Svifryk, PM10 og minna, kemst inn í öndunarfæri manna. Stærri agnir en PM10 eru síaðar út í nefi og nefholi, en PM10 ná niður í lungnaberkjurnar og allra smæstu agnirnar komast niður í lungnablöðrur og þaðan í blóðrásarkerfið. Magn agna í öndunarfærum barna getur verið 2-4 sinnum meira en hjá fullorðnum einstaklingum (Ginsberg o.fl., 2005) og börn eru einnig sérlega útsett fyrir neikvæðum heilsufarsáhrifum loftmengunar (Knibbs o.fl., 2011). Áhrif PM2,5 eru talin meiri en stærri agnanna þegar kemur að langtíma útsetningu. Til að mynda hafa rannsóknir sýnt að dánartíðni vegna allra orsaka eykst um 6-13% fyrir hverja 10 µg/m3 aukningu í PM2,5 en um 0,2-0,6% fyrir hver 10 µg/m3 vegna PM10 (WHO, 2007). Hins vegar hafa rannsóknir einnig sýnt að gróft svifryk (milli PM2,5 og PM10) getur haft jafn mikil áhrif á dánartíðni og fínt svifryk (Meister o.fl., 2011, 2012). Talið er að svifryksmengun stytti ævina að meðaltali um 9 mánuði í Evrópu (WHO, 2013). Áhrif svifryks á heilsu eru margvísleg og vel staðfest. Áhrifanna gætir bæði vegna skammtíma útsetningar (klukkustundir, dagar) og langtíma mengunar (mánuðir, ár) (Madsen o.fl., 2012). Helstu sjúkdómarnir sem svifryksmengun hefur verið tengd við eru öndunarfærasjúkdómar og hjarta- og æðasjúkdómar. Heilsufarsbrestir koma fram sem versnandi einkenni sjúkdómanna, sem sjá má í aukningu í innlögnum á spítala vegna þeirra auk hærri dánartíðni af sömu sökum (Krzyzanowski o.fl., 2005; Pope III & Dockery, 2006). Til viðbótar geta atburðir með háum styrk svifryksmengunar valdið heilablóðföllum, hjartaáföllum, hjartsláttartruflunum, hærri blóðþrýstingi jafnvel hjá yngri einstaklingum (undir 55 ára) og skyndidauða (Mossman o.fl., 2007; Madsen o.fl., 2012, Dvonch o.fl., 2009). Einnig hefur verið sýnt fram á að svifryksmengun getur dregið úr lungnaþroska barna (WHO, 2003; Madsen o.fl., 2012). Loftmengun hefur einnig verið tengd við hærri dánartíðni vegna lungnakrabbameins (Künzli o.fl., 2011; WHO, 2013) og nýleg rannsókn á áhrifum fíns svifryks (PM2,5) á fjölda dauðsfalla eldri borgara sýndi að aukning um 10 µg/m3 olli 1,42 fleiri dauðsföllum fyrir hverja milljón sem varð fyrir mengun samanborið við þá sem ekki urðu fyrir henni (Di o.fl., 2017).

Smæstu agnirnar sem ná niður í lungnablöðrur og í blóðið eru taldar geta borist til heilans og valdið þar bólgum sem tengdar eru við elliglöp og Alzheimerssjúkdóm (Cacciottolo o.fl., 2017). Örfínar agnir (<0,1 µm) eru taldar geta komist í gegnum frumuveggi (Donaldson o.fl., 2004; Knibbs o.fl., 2011), safnast fyrir í heila og haft áhrif á þroska barna (Calderon-Garciduenas o.fl., 2004; Rees, 2017) og farið gegnum fylgjuna til fósturs (Wick o.fl., 2010). Einnig aukast líkurnar á því að börn fæðist of snemma eða séu léttari séu mæður þeirra útsettar fyrir loftmengun á meðgöngunni (Lamichhane o.fl., 2015; Imperal, 2017). Til viðbótar hefur útsetning fyrir fínu svifryki verið tengd við slæm áhrif á gæði sáðfrumna (Lao o.fl., 2017; Wu o.fl., 2017). Svifryk vegna bruna virðist meira heilsuspillandi en svifryksagnir frá náttúrulegum uppsprettum (WHO, 2003), en efni á borð við PAH eða þungmálma geta verið áföst við svifryksagnirnar frá bruna. Engu að síður hefur fundist samband milli svifryks frá náttúrulegum uppsprettum og neikvæðra heilsufarsáhrifa (Brunekreef & Forsberg, 2009), svo sem aukinni dánartíðni (Perez o.fl., 2008; Meister o.fl., 2012) og aukinni tíðni öndunarfærasjúkdóma (Meister & Forsberg, 2009).

Rannsóknir á áhrifum svifryks á heilsu á Íslandi eru enn sem komið er fáar en benda til sambærilegra heilsufarsáhrifa (Carlsen o.fl., 2015) og engin ástæða er til að ætla að áhrifin séu minni hérlendis. Í rannsókn frá árinu 2012 mátti sjá samband milli svifryksmengunar í Reykjavík og aukinnar úttektar á astmalyfjum. Í kjölfar 10 µg/m3 hækkunar í þriggja daga meðaltalsstyrkleika svifryks í Reykjavík jukust astmalyfjaúttektir um 1% þremur til fimm dögum seinna (Carlsen o.fl., 2012). Heilsuverndar- eða viðmiðunarmörk eru sett til að reyna að vernda viðkvæmustu einstaklingana og draga úr áhrifum mengunar á heilsu (WHO, 2007). Minna er vitað um áhrif svifryks í lágum styrk heldur en áhrif þess í háum styrk en talið er að það séu engin neðri mörk þar sem svifryksmengun hefur engin áhrif (Huttunen o.fl., 2012; Makar o.fl., 2017).

Heimildir:

Myndir:

Veður á Gamlárskvöld

Efnisorð

Á vef Hungurdiska (sem finna má á facebook) má finna skrá með veðri um áramót sem nær allt aftur til ca. 1939 (samfelldar upplýsingar um vindhraða) og allt til síðustu áramóta. Þar má sjá að stillt veður um áramót er ekkert einsdæmi, sjá mynd að neðan.

rvk_ath_aramot_poster

Svifryks-sprengja: Áramótin 2017/18

Stillt og fallegt veður um áramótin, sem þíðir einnig að svifryksmengunin var verulega mikil. Vindur var nánast enginn í Reykjavík kringum áramót eins og sést á mælingum Veðurstofu Íslands.

VI_Rvk_vedur_aramot_f_1d

Vindhraði og vindhviður í Reykjavík (graf af vef ).

Hér sést vel hvað vindurinn var lítill kringum áramótin og raunar er ekki mikill vindur á þessu grafi; y-ásinn næri bara upp í 5 m/s.

Því mátti búast við, eins og varð raunin, að svifryk myndi mælast mjög hátt.

Fyrst er það stöðin við Grensásveg. Þar fóru hæðstu gildi í 2500 µg/m3; sem er ekki ósvipað verstu áramótagildum fyrri ára.

GRE201801_PM10

Mælingar á Grensásvegi á Nýjársdag 2018.

Stöðin í Dalsmára í Kópavogi, mældi hinsvegar enn meiri mengun. Þar fóru hæðstu gildi í 4500 µg/m3, sem eru mjög há gildi. Einnig er athyglisvert að fína svifrykið, PM2.5 fór yfir 3400 µg/m3. Því er, miðað við þessi gildi, 3/4 hluti mengunarinnar fínt svifryk, sem er verra fyrir heilsuna.

KopDal201801_PM10_25

Mælingar í Dalsmára í Kópavogi á Nýjársdag 2018.

Hér eru síðan nokkrar fréttir sem komnar eru um mengunina: Skaðlegri mengun en í EyjafjallajökulsgosiSvifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar, …

Sandfok dagana 23. og 24. apríl 2017

Þurrt og bjart vorveður með nokkuð sterkum norðanvindi. Þíðir aðeins eitt, nóg af sandfoki sunnanlands.

20170424_modis_P20171141250_crop.jpg

MODIS mynd frá 24. apríl 2017, kl. 12:50 (image courtesy of NASA MODIS/Rapidfire).

Vindhraði, Skarðsfjöruviti, yfir 9 m/s í kringum hádegið og yfir 15 m/s á Stórhöfða, Vestmannaeyjum.

Vindstyrkur

Skarðsfjöruviti (mynd frá Veðurstofu Íslands; vedur.is).

Vindstyrkur

Stórhöfði (mynd frá Veðurstofu Íslands; vedur.is).

H2S mengun í byrjun mars 2017

Nú í byrjun marsmánaðar hefur verið óvenju stillt vetrarveður; bjart, kalt og hægur vindur. Nokkuð langt er síðan svona veðuraðstæður hafa myndast, en hitahvarf er algengast við þessar aðstæður.

Þetta eru síðan einmitt þær aðstæður sem líklegast er að brennisteinsvetni (H2S) berist inn yfir borgina, sem það hefur og gert.

Kíkjum á mælingar frá mælistöðinni við Grensásveg af styrk H2S í µg/m3. Hér eru sýnd 30 mín mæligildi (blá lína) og hlaupandi 24 tíma meðaltal (græn lína).

gre_h2s_mars2017_30min24runmean

Hér má sjá topp upp á 150 µg/m3 og að hlaupandi 24 tíma meðaltalið fer yfir 50 µg/m3, sjá nánar hér að neðan.

gre_h2s_mars2017_24runmean_over50

Af þessu grafi má sjá að styrkurinn, sólarhringsmeðaltal (hlaupandi), er yfir 50 µg/m3 frá hádegi 1. mars til kl. 15 þann 2. mars. Það eru því 2 dagar þar sem 24 tíma hlaupandi meðaltalið fer yfir heilsuverndarmörk. Ef hinsvegar er aðeins tekinn sólarhringurinn, miðnætti til miðnættis, þá fer það aðeins yfir 1. mars – 66 µg/m3.

Mælingar í Norðlingaholti og Kópavogsdal eru mjög áþekkar, en Hvaleyrarholt hefur verið mun lægra – sem passar vel við dreifinu gass við þessar aðstæður.

 

Svifryk um áramót

Gott veður, kyrrt og bjart, var um áramótin 2016/2017.

Því voru kjöraðstæður fyrir svifryksmengun, enda fóru gildin ansi hátt.

Við Grensás náði styrkurinn hámarki um 01:30, var þá tæplega 2500 µg/m³. Styrkur svifryks í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum sýndi sama mynstur, en lægri styrk. Hámarkið þar, einnig 01:30 var um 1500 µg/m³.

capture_aramot201617

Sólarhringsmeðaltalið við GRE var um 160 µg/m³, þrefalt hærra en heilsuverndarmörkin.

Nánar má lesa um svifryksmengunina í Reykjavík hér: „Svifryks­meng­un langt yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um