Laust til umsóknar starf doktorsnema (2 stöður) við verkefnið: Áhrif mannvistar á íslensk stöðuvötn – umsóknarfrestur til 15. júní

Auglýsing á íslensku fyrir doktorsnema með áherslu á aldursgreiningu með 210 Pb og 137 Cs og að rannsaka tegundasamsetningu rykmýs.

Auglýsing á íslensku fyrir doktorsnema með áherslu á að rannsaka breytur sem byggja á eðlisrænum og jarðefnafræðilegum eiginleikum sets og magn örplasts.

English version

The Institute of Earth Sciences at the University of Iceland seeks applicants to fill two Ph.D. student positions for three years for the project: Anthropogenic impacts on lakes in Iceland.

The students will work closely together on a couple of short lake-sediment cores and perform some standard analyses.

  • One PhD student will focus on tephrochronology and microplastics analysis (link).
  • One PhD student will focus on 210Pb and 137Cs dating and chironomid head capsule analysis (link).

Gróðureldarannsóknir

Efnisorð

Girðingarstaurar í júlí 2006 eftir Mýraelda sama ár.

Nýlega birtist frétt um rannsóknir mínar á gróðureldum á vef háskólans, „Vill auka öryggi vegna meiri hættu á gróðureldum„. Í kjölfarið var ég í viðtali í Samfélagið á Rás 1 þann 4. maí (rangfeðraður á vefnum en verður vonandi lagað) og Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 6. maí 2022 að ræða gróðurelda.

Nauðsynlegt er að huga að gróðureldum á Íslandi. Hættan af þeim hefur aukist með auknum gróðri (eldsmat). Víða eru sumarhúsabyggðir mjög þéttar og gróðursælar, en ekki alltaf verið hugað mikið að hættunni á gróðureldum.

Margt er hægt að gera, sumt einfalt og á færi einstaklinga, en annað þarfnast aðkomu stjórnvalda.

Einstaklingar (sumarhúsaeigendur t.d.) ættu að huga að einföldum forvörnum. Þær felast meðal annars í því að fjarlægja gróður frá húsum, amk. 1.5 m belti. Gott getur verið að vökva svæðið næst bústað á þurrkatímum. Nauðsynlegt er að eiga klöppu(r) og vita hvar stór vatnsfata er ef eldur kviknar. Ávallt skal huga að eigið öryggi og annara, tilkynna eld og forða sér ef ekki er við ráðið.

Nauðsynlegt er að huga að flóttaleiðum og ættu sumarhúsafélög (og samskonar) að útbúa kort sem sýna mögulega flóttaleiðir. Huga þarf að aðgengi að vatni og burðargetu vega.

Á landsvísu er furðulegt að ekki sé hægt að tryggja aðgengi að amk. 2-3 skjólum til slökkvistarfa með þyrlu (þar sem þær virðast geta bilað nokkuð auðveldlega). Einnig þyrfti að hafa færanlega „gróðureldasveit“ til taks ef stærri eldar kvikna, en ekki að það sé á ábyrgð viðkomandi sveitarfélags sem oft hafa mjög takmarkaða getu til að fást við stóra gróðurelda.

Hagnýtar upplýsingar má finna víða, t.d. á grodureldar.is.

Ný grein um áhrif „gamals“ gasmökks á heilsu

Ný grein í Nature Communication (https://www.nature.com/articles/s41467-021-22432-5) „Increased respiratory morbidity associated with exposure to a mature volcanic plume from a large Icelandic fissure eruption“ fjallar um hvernig við höfum fylgst vel með gasi frá eldgosum, SO2, en ekki fylgt því eftir að gasmökkurinn breytist með tíma og magn SO42- PM, einskonar súlfat svifryk, getur aukist og mökkurinn komið inn yfir án þess að vekja athygli vegna þess að SO2 mælist ekki hátt.

Í greininni er sýnt að þetta gerðist í tengslum við Holuhrauns-eldgosið 2014-15 og olli heilsufarsáhrifum. Það voru 23% fleiri heimsóknir til læknis vegna öndunarfærasjúkdóma og 19% aukning í úttektum á astma lyfjum.

Flugeldamengun – veður ræður hversu háir toppar, en uppsprettan nógu stór til að fara langt yfir heilsuverndarmörk

Að gefnu tilefni vegna umræðu um að mengunin um síðastliðin áramót hafi ekki verið jafn mikil og búist var við og slíkt (https://www.ruv.is/frett/2021/01/07/seldu-flugelda-fyrir-um-800-milljonir-krona).

Mengunin um áramótin varð ekki jafn mikil og 2017/18 vegna þess að lóðrétt blöndun loftsins var meiri (upplýsingar frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi) – ekki vegna þess að ekki voru brennur!

Brennur menga vissulega, en mælingar sýna að toppur vegna þeirra kemur fram fyrr á gamlárskvöld (enda brennur haldnar fyrr um kvöldið) – sjá fínt graf frá UST.is

Styrkur svifryks á mælistöðinni við Dalsmára í Kópavogi frá hádegi á gamlársdag til hádegis á nýársdag áramótin 2017-2018 (https://ust.is/…/2020/12/30/Svifryksmengun-a-nyarsnott/).

Einnig mælist mengun vegna flugelda á mælistöðvum fjarri nokkrum brennum.

Þetta eru mælingar á svifryki í Dalsmára (2016/17 og 2017/18, PM10 og PM2.5), Grensásvegi (2016/17 og 2017/18, PM10), Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (16/17&17/18, PM10) og Eiríksgötu (17/18, PM10).

Áramót og mengun

Efnisorð

Nú styttist í áramótin og fyrirsjáanlega mengun. Veðurspáin er góð fyrir útiveru, stillt veður og kalt. Hinsvegar er þetta einmitt veðrið sem býður upp á mikla mengun.

Grafið hér að neða sýnir svifryk (PM10) áramótin 16/17, 17/18, 19/20 í Dalsmára, Kópavogi (klukkustundar gildi, fengið af vef UST; https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/12/21/Flugeldar-og-svifryk/).

Svifryk (PM10) Dalsmára. Klukkustundarmeðaltöl frá 2017 - 2020. Áramót mjög greinileg sem stórir toppar.

Áramótin skera sig úr í svifryksmengun – uppsprettan er flugeldar!
Sumir vilja stundum meina að þetta sé vegna brennu (og raunar enn aðrir vegna umferðar), en bæði tímasetningar og mælingar á öðrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu útiloka þá útskýringu; enda sjást áhrif brenna einnig greinilega í mælingunum fyrr um kvöldið og við þekkjum vel áhrif umferðar.

Spárit
Veðurspá (2020-12-30 af vedur.is)

Gangi spáin eftir má búast við mjög háum gildum fyrir svifryk og að mengunin verði mikil fram eftir Nýársdegi. Hversu lengi, sér í lagi, veltur þó mjög á því hversu lítill vindur verður. Miðað við spána er þó ekki ólíklegt að svipað ástand og 2018 myndist, þar sem mengunin var mikil fram á miðjan Nýársdag.

Svifryk (PM10 og PM2.5) áramótin 2017 – 2018 í Dalsmára.

Það að vilja draga úr mengun þíðir ekki að vilja ekki styðja við hið magnaða starf björgunarsveitanna um allt land. Munið að það er hægt að styrkja björgunarsveitirnar á fleiri vegu! Skjótum rótum, bein framlög, bakvarðarsveit, …

Ef mengunin er mikil sjáum við ekki einu sinni flugeldana.

Ný grein um áhrif veðurs á öskufok í kjölfar Eyjafjallajökuls eldgossins 2010

Rannsókn á aðstæðum þegar öskufok verður – vindur yfir 5 m/s og raki <70%. Aðstæður breytast hratt, askan getur þornað hratt og fokið eftir úrkomu.

Mary K. Butwin, Sibylle von Löwis, Melissa A. Pfeffer, Pavla Dagsson-Waldhauserova, Johann Thorsson and Throstur Thorsteinsson. 2020.
Influence of Weather Conditions on Particulate Matter Suspension following the 2010 Eyjafjallajökull Volcanic Eruption.
Earth Interact.24(6): 1–16. https://doi.org/10.1175/EI-D-20-0006.1

Fjöldi tilfella og dauðsfalla Covid-19 á heimsvísu

14. September 2020

Fjöldi tilfella er nú um 29 milljónir og miðað við undanfarnar vikur verða þau orðin 30 milljónir eftir 4 daga (18. september eða svo).

Fjöldi dauðsfalla er um 924 þúsund og miðað við undanfarnar vikur verða þau orðin 1 milljón eftir 13 daga (kringum 27. september).

Uppsafnaður fjöldi dauðsfalla frá 1. júlí 2020. Nú bætast um 5715 dauðsföll við á hverjum degi.
Uppsafnaður fjöldi tilfellafrá 1. júlí 2020. Nú bætast um 252 þúsund tilfelli við á hverjum degi.

18. Sept

30 milljónir kórónuveirusmita staðfest í heiminum https://www.dv.is/pressan/2020/09/18/30-milljonir-koronuveirusmita-stadfest-heiminum/

27. Sept

Yfir milljón látnir af völdum COVID-19

https://www.ruv.is/frett/2020/09/27/yfir-milljon-latnir-af-voldum-covid-19

Ný grein

Protect Me from What I Want: Understanding Excessive Polluting Behavior and the Willingness to Act

Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Hrund Ólöf Andradóttir and Throstur Thorsteinsson. 2020. Sustainability12(14), 5867; https://doi.org/10.3390/su12145867 (Download PDF, Cite This Paper)

Abstract

Many environmental problems stem from unsustainable human consumption. Accordingly, many studies have focused on the barriers to pro-environmental behavior. The inability or unwillingness to act is partially related to personal values as well as the psychological distance between individual actions and the resulting pollution, which is often perceived as abstract or intangible. In contrast, fireworks produce imminent, undeniable air pollution. The goal of this research was to advance the knowledge on the awareness-value-behavior gap by studying public fireworks consumption and the willingness to act against firework pollution. A nationally representative survey was conducted after the extremely polluting 2017/18 New Year’s Eve in Iceland (European hourly record in fine particulate matter: 3014 µg/m3). Our results demonstrate that, after controlling for the awareness of harmful pollution, hedonic motives predict the purchasing of fireworks and the opposition to mitigating action. Noticing public warnings regarding fireworks pollution did not significantly relate to the purchase behavior. The awareness of the harmful effects of firework pollution was, however, the largest predictor of the support for mitigating action. Despite reporting the pleasure derived from fireworks, 57% of the sample favored stricter governmental regulation, and 27% favored banning the public use of fireworks in order to “protect them from what they want”. View Full-Text

Keywords: firework pollutionpro-environmental behaviorhedonic motivespsychological distanceenvironmental awareness

Slight update on COVID-19 numbers

Slight change in reporting from ECDC.

Deaths per 100 thousand inhabitants (ECDC data from 2020-03-17).

Deaths: China 3226, Italy 2158, Iran 853, Spain 309, France 148 (ECDC 2020-03-17)

Cases per 100 thousand inhabitants (ECDC 2020-03-17).
Cases in Iceland (ECDC 2020-03-17).