Flugeldamengun – veður ræður hversu háir toppar, en uppsprettan nógu stór til að fara langt yfir heilsuverndarmörk

Að gefnu tilefni vegna umræðu um að mengunin um síðastliðin áramót hafi ekki verið jafn mikil og búist var við og slíkt (https://www.ruv.is/frett/2021/01/07/seldu-flugelda-fyrir-um-800-milljonir-krona).

Mengunin um áramótin varð ekki jafn mikil og 2017/18 vegna þess að lóðrétt blöndun loftsins var meiri (upplýsingar frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi) – ekki vegna þess að ekki voru brennur!

Brennur menga vissulega, en mælingar sýna að toppur vegna þeirra kemur fram fyrr á gamlárskvöld (enda brennur haldnar fyrr um kvöldið) – sjá fínt graf frá UST.is

Styrkur svifryks á mælistöðinni við Dalsmára í Kópavogi frá hádegi á gamlársdag til hádegis á nýársdag áramótin 2017-2018 (https://ust.is/…/2020/12/30/Svifryksmengun-a-nyarsnott/).

Einnig mælist mengun vegna flugelda á mælistöðvum fjarri nokkrum brennum.

Þetta eru mælingar á svifryki í Dalsmára (2016/17 og 2017/18, PM10 og PM2.5), Grensásvegi (2016/17 og 2017/18, PM10), Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (16/17&17/18, PM10) og Eiríksgötu (17/18, PM10).

Áramót og mengun

Efnisorð

Nú styttist í áramótin og fyrirsjáanlega mengun. Veðurspáin er góð fyrir útiveru, stillt veður og kalt. Hinsvegar er þetta einmitt veðrið sem býður upp á mikla mengun.

Grafið hér að neða sýnir svifryk (PM10) áramótin 16/17, 17/18, 19/20 í Dalsmára, Kópavogi (klukkustundar gildi, fengið af vef UST; https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/12/21/Flugeldar-og-svifryk/).

Svifryk (PM10) Dalsmára. Klukkustundarmeðaltöl frá 2017 - 2020. Áramót mjög greinileg sem stórir toppar.

Áramótin skera sig úr í svifryksmengun – uppsprettan er flugeldar!
Sumir vilja stundum meina að þetta sé vegna brennu (og raunar enn aðrir vegna umferðar), en bæði tímasetningar og mælingar á öðrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu útiloka þá útskýringu; enda sjást áhrif brenna einnig greinilega í mælingunum fyrr um kvöldið og við þekkjum vel áhrif umferðar.

Spárit
Veðurspá (2020-12-30 af vedur.is)

Gangi spáin eftir má búast við mjög háum gildum fyrir svifryk og að mengunin verði mikil fram eftir Nýársdegi. Hversu lengi, sér í lagi, veltur þó mjög á því hversu lítill vindur verður. Miðað við spána er þó ekki ólíklegt að svipað ástand og 2018 myndist, þar sem mengunin var mikil fram á miðjan Nýársdag.

Svifryk (PM10 og PM2.5) áramótin 2017 – 2018 í Dalsmára.

Það að vilja draga úr mengun þíðir ekki að vilja ekki styðja við hið magnaða starf björgunarsveitanna um allt land. Munið að það er hægt að styrkja björgunarsveitirnar á fleiri vegu! Skjótum rótum, bein framlög, bakvarðarsveit, …

Ef mengunin er mikil sjáum við ekki einu sinni flugeldana.

Ný grein um áhrif veðurs á öskufok í kjölfar Eyjafjallajökuls eldgossins 2010

Rannsókn á aðstæðum þegar öskufok verður – vindur yfir 5 m/s og raki <70%. Aðstæður breytast hratt, askan getur þornað hratt og fokið eftir úrkomu.

Mary K. Butwin, Sibylle von Löwis, Melissa A. Pfeffer, Pavla Dagsson-Waldhauserova, Johann Thorsson and Throstur Thorsteinsson. 2020.
Influence of Weather Conditions on Particulate Matter Suspension following the 2010 Eyjafjallajökull Volcanic Eruption.
Earth Interact.24(6): 1–16. https://doi.org/10.1175/EI-D-20-0006.1

Fjöldi tilfella og dauðsfalla Covid-19 á heimsvísu

14. September 2020

Fjöldi tilfella er nú um 29 milljónir og miðað við undanfarnar vikur verða þau orðin 30 milljónir eftir 4 daga (18. september eða svo).

Fjöldi dauðsfalla er um 924 þúsund og miðað við undanfarnar vikur verða þau orðin 1 milljón eftir 13 daga (kringum 27. september).

Uppsafnaður fjöldi dauðsfalla frá 1. júlí 2020. Nú bætast um 5715 dauðsföll við á hverjum degi.
Uppsafnaður fjöldi tilfellafrá 1. júlí 2020. Nú bætast um 252 þúsund tilfelli við á hverjum degi.

18. Sept

30 milljónir kórónuveirusmita staðfest í heiminum https://www.dv.is/pressan/2020/09/18/30-milljonir-koronuveirusmita-stadfest-heiminum/

27. Sept

Yfir milljón látnir af völdum COVID-19

https://www.ruv.is/frett/2020/09/27/yfir-milljon-latnir-af-voldum-covid-19

Ný grein

Protect Me from What I Want: Understanding Excessive Polluting Behavior and the Willingness to Act

Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Hrund Ólöf Andradóttir and Throstur Thorsteinsson. 2020. Sustainability12(14), 5867; https://doi.org/10.3390/su12145867 (Download PDF, Cite This Paper)

Abstract

Many environmental problems stem from unsustainable human consumption. Accordingly, many studies have focused on the barriers to pro-environmental behavior. The inability or unwillingness to act is partially related to personal values as well as the psychological distance between individual actions and the resulting pollution, which is often perceived as abstract or intangible. In contrast, fireworks produce imminent, undeniable air pollution. The goal of this research was to advance the knowledge on the awareness-value-behavior gap by studying public fireworks consumption and the willingness to act against firework pollution. A nationally representative survey was conducted after the extremely polluting 2017/18 New Year’s Eve in Iceland (European hourly record in fine particulate matter: 3014 µg/m3). Our results demonstrate that, after controlling for the awareness of harmful pollution, hedonic motives predict the purchasing of fireworks and the opposition to mitigating action. Noticing public warnings regarding fireworks pollution did not significantly relate to the purchase behavior. The awareness of the harmful effects of firework pollution was, however, the largest predictor of the support for mitigating action. Despite reporting the pleasure derived from fireworks, 57% of the sample favored stricter governmental regulation, and 27% favored banning the public use of fireworks in order to “protect them from what they want”. View Full-Text

Keywords: firework pollutionpro-environmental behaviorhedonic motivespsychological distanceenvironmental awareness

Slight update on COVID-19 numbers

Slight change in reporting from ECDC.

Deaths per 100 thousand inhabitants (ECDC data from 2020-03-17).

Deaths: China 3226, Italy 2158, Iran 853, Spain 309, France 148 (ECDC 2020-03-17)

Cases per 100 thousand inhabitants (ECDC 2020-03-17).
Cases in Iceland (ECDC 2020-03-17).

Smá um fjölda COVID-19 tilfella og dauðsfalla

Eftirfarandi byggir á gögnum frá ECDC. Nokkur gröf sem sýna fjölda tilfella og dauðsfalla og fjölda tilfella og dauðsfalla á hverja 100 þúsund íbúa (lönd með flest tilfelli). Einnig þróun á fjölda tilfella á Íslandi.

First er það fjöldi dauðsfalla. Flest eru þau í Kína (3217) , en dauðsföllum í Ítalíu fjölgar skelfilega og eru nú 1811.

Fjöldi dauðsfalla (yfir 10) þann 2020-03-16.

Röðunin breytist aðeins ef við skoðum þetta sem fjölda á 100 þúsund íbúa. Þá er San Marino (fjöldi íbúa um 34 þúsund) efst, síðan Ítalía og Spánn.

Tilkynnt (ECDC) dauðsföll á 100 þúsund íbúa miðað við 2020-03-16 (fjöldi íbúa miðaður við gögn fyrir 2018).

Fyrir fjölda tilfella þá fylgir Ísland næst á eftir San Marino, en eins og sóttvarnarlæknir hefur bent á þá sýnir þessi tölfræði helst hversu duglegar þjóðir eru við söfnun sýna – ekki fjölda smitaðra í samfélaginu.

Fjöldi tilfella miðað við 100 þúsund íbúa 2020-03-16.

Fjöldi tilfella heldur áfram að aukast á Íslanid, en mjög líklega hafa vel hugsaðar aðgerðir (sóttkví og slíkt) hægt töluvert á útbreiðslunni.

Tilkynnt (ECDC) tilfelli á Íslandi (2020-03-16). Bláu súlurnar eru uppsafnaður fjöldi tilfella og rauðu punktarnir eru fjöldi tilfella á dag.

Athugið að alltaf geta læðst inn villur. Gott að vita ef sjáið slíkar. Byggt á gögnum frá ECDC, þannig að fyrir Ísland getur munað degi eða svo.

Auglýsing um Meistaraverkefni

Black carbon, dust and plastic particles in snow and ice

This student opportunity is a collaborative research project between the University of Iceland (UI), the Finnish Meteorological Institute (FMI), and Landsvirkjun (LV).

The overall aim of this research project is to study the distribution and concentration of black carbon (BC), organic carbon (OC), dust and plastic particles in snow and ice on Icelandic glaciers. This will allow for better modeling of potential impact of those pollutants on glaciers and knowledge about their sources.

This MS project is funded for 4-5 months as a summer employee at Landsvirkjun. This grant is most suitable for students that are finishing their required course work at the University of Iceland and need a project. New students can though apply and work on this project along with coursework.

For more information, and how to apply, http://tiny.cc/oaalgz

For more information, please e-mail Throstur (thorstur@hi.ishttps://www.hi.is/starfsfolk/thorstur).

Deadline for applications is 15 December 2019.

Sincerely, Throstur

Sandfok á mjög vindasömum degi

24. október 2019

Very strong winds all around the south coast today. Wind direction directly from the north, and very dry air. Humidity even below 70% at Stórhöfði (data from IMO; vedur.is).

Figure 1. Wind speed at Kirkjubæjarklaustur (data from IMO; vedur.is).
Figure 2. Humidity at Kirkjubæjarklaustur (data from IMO; vedur.is).

Quite similar at Stórhöfði, Vestmannaeyjar.

Figure 3. Wind speed and humidity at Stórhöfði (data from IMO; vedur.is).

Modis images from 13:15 today, 24 October 2019  (NASA/WorldView).

Figure 4. MODIS myndir frá kl. 13:15 þann 24. október 2019 (NASA/WorldView).

23. október 2019

Í gær, 23. október, var einnig nokkuð um sandfok.

Figure 5. MODIS mynd kl. 13:15 þann 23. október 2019 (NASA/WorldView).

Upptök svifrykmengunar í dag 10. apríl 2019 – sandfok

Efnisorð

Í dag ruku gildi svifryksmengunar (PM10) snarlega upp frá 13 í Reykjavík, án greinilegrar tengingar við umferð.

20190410_PMRvkKop_1800.JPG

En ef gervitunglamyndir eru skoðaðar, þá er ljóst hvaðan svifrykið kemur. Uppruninn er sandfok frá Landeyjasandi.

20190410_MODIS_zoom.jpg

MODIS mynd frá 10. apríl 2019 (NASA Earthview).

Rykstrókurinn (dust plume) hverfur bakvið ský þegar hann nálgast Reykjavík (sem er efst í vinstra horninu á myndinn að ofan).

Vindhraði og átt styrkja þetta enn frekar.

20190410_1600_Winds_IMO.png

Kort frá Veðurstofu Íslands (vedur.is) sem sýnir vindhraða og átt kl. 16 í dag.