Sandfok dagana 23. og 24. apríl 2017

Þurrt og bjart vorveður með nokkuð sterkum norðanvindi. Þíðir aðeins eitt, nóg af sandfoki sunnanlands.

20170424_modis_P20171141250_crop.jpg

MODIS mynd frá 24. apríl 2017, kl. 12:50 (image courtesy of NASA MODIS/Rapidfire).

Vindhraði, Skarðsfjöruviti, yfir 9 m/s í kringum hádegið og yfir 15 m/s á Stórhöfða, Vestmannaeyjum.

Vindstyrkur

Skarðsfjöruviti (mynd frá Veðurstofu Íslands; vedur.is).

Vindstyrkur

Stórhöfði (mynd frá Veðurstofu Íslands; vedur.is).

H2S mengun í byrjun mars 2017

Nú í byrjun marsmánaðar hefur verið óvenju stillt vetrarveður; bjart, kalt og hægur vindur. Nokkuð langt er síðan svona veðuraðstæður hafa myndast, en hitahvarf er algengast við þessar aðstæður.

Þetta eru síðan einmitt þær aðstæður sem líklegast er að brennisteinsvetni (H2S) berist inn yfir borgina, sem það hefur og gert.

Kíkjum á mælingar frá mælistöðinni við Grensásveg af styrk H2S í µg/m3. Hér eru sýnd 30 mín mæligildi (blá lína) og hlaupandi 24 tíma meðaltal (græn lína).

gre_h2s_mars2017_30min24runmean

Hér má sjá topp upp á 150 µg/m3 og að hlaupandi 24 tíma meðaltalið fer yfir 50 µg/m3, sjá nánar hér að neðan.

gre_h2s_mars2017_24runmean_over50

Af þessu grafi má sjá að styrkurinn, sólarhringsmeðaltal (hlaupandi), er yfir 50 µg/m3 frá hádegi 1. mars til kl. 15 þann 2. mars. Það eru því 2 dagar þar sem 24 tíma hlaupandi meðaltalið fer yfir heilsuverndarmörk. Ef hinsvegar er aðeins tekinn sólarhringurinn, miðnætti til miðnættis, þá fer það aðeins yfir 1. mars – 66 µg/m3.

Mælingar í Norðlingaholti og Kópavogsdal eru mjög áþekkar, en Hvaleyrarholt hefur verið mun lægra – sem passar vel við dreifinu gass við þessar aðstæður.

 

Svifryk um áramót

Gott veður, kyrrt og bjart, var um áramótin 2016/2017.

Því voru kjöraðstæður fyrir svifryksmengun, enda fóru gildin ansi hátt.

Við Grensás náði styrkurinn hámarki um 01:30, var þá tæplega 2500 µg/m³. Styrkur svifryks í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum sýndi sama mynstur, en lægri styrk. Hámarkið þar, einnig 01:30 var um 1500 µg/m³.

capture_aramot201617

Sólarhringsmeðaltalið við GRE var um 160 µg/m³, þrefalt hærra en heilsuverndarmörkin.

Nánar má lesa um svifryksmengunina í Reykjavík hér: „Svifryks­meng­un langt yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um

Sandfok norðan Dyngjujökuls 20. október 2016

landsat8_20161020_1234

Landsat8 mynd frá NASA/USGS frá 20. október 2016.

Sterkir SV vindar, hviður vel yfir 20 m/s, koma af stað lausum efnum úr farvegi jökulsár á Fjöllum norðan Dyngjujökuls.

20161020_karahnjukar_vindur

Vindhraði mældur á Kárahnjúkum (vedur.is). Við Upptyppinga voru 16 m/s kl. 12:00 þann 20. október og hviður 21 m/s.

Sandfok 7. ágúst 2016

Prýðisveður fyrir sandfok þessa dagana, þurrt og sólríkt og annað slagið nokkur vindur.

20160807_modis_1450_crop

Eins og sést á MODIS myndinni að ofan (Image courtesy of NASA MODIS/Rapidfire) sem tekin er kl. 14:50 þann 7. ágúst 2016 er þó nokkuð víða sandstrókar.

Nokkuð hvasst var á SA-landi eins og til dæmis vindhraði á Kirkjubæjarklaustri sýnir.

kirkjubklaustur_20160802_08_wind

Það var heilmikið leirfok sunnan Langjökuls, sem sést grilla í á gervitunglamyndinni, leikfok við Langjökul (RÙV)

Sandfok þann 3. maí 2016

Efnisorð

Sólríkt, og því þurrft, og vindasamt á suðurlandi í dag og því kjöraðstæður fyrir sandfok. Sandfok greinilegt á svæðinu nærri Eldhrauni og einnig Meðallandssandi.

Nokkuð sterkur vindur, 11 m/s meðalvindhraði og hviður 19 m/s á  Kirkjubæjarklaustri (1. mynd).

20160503_1300_IMO
1. mynd. Veðurathuganir kl. 13:00 þann 3. maí 2016 (mynd af vef Veðurstofu Íslands).

Kannski þarf að horfa svolítið vel, en hægt að greina sandfok frá ströndinni og  einnig innan af landi á svæðinu milli Kúðafljóts og Skaftár, þar sem Meðallandssandur og Eldhraun eru meðal annars (2. mynd).

20160503_modis_truecol_P20161241315 
2. mynd. Gervitunglamynd frá 3. maí2016 kl. 13:15 (mynd frá MODIS/Rapidfire).

Sandfok – en mikið af skýjum – 28. apríl 2016

Þrátt fyrir mikið af skýjum var mögulegt að greina sandfok sem blés á haf út frá svæðinu austan við Mýrdalsjökul. Líklega er að minnsta kosti hluti þess frá Eldhrauni, þar sem Skaftárhlaup fór yfir í október 2015. Í fréttum daginn áður (27. apríl) var talað um að mikill efni væri á ferðinni þar, en ský huldu svæðið vel.

Pínu flókið mynstur á vindinum kl. 15 þann 28. apríl, en stóra myndin er sterk norðlæg átt.
20160428_IMO
Veðrið kl. 15 þann 28. apríl 2016 (skjáskot frá vedur.is).

Gervitunglamyndir sýna síðan sandfokið, ef vel er gáð.

20160428_modis_truecol_A20161191240 12:40 (image from NASA/Rapidfire)

20160428_modis_truecol_P20161191255 12:55 (image from NASA/Rapidfire)

20160428_modis_truecol_P20161191435
14:35 (image from NASA/Rapidfire)

Fréttin frá deginum áður Sand­byl­ur á flóðasvæðunum. Sand­ur­inn æðir yfir gróður í Eld­hrauni við Brest. Ljós­mynd/​Gúst­av M. Ásbjörns­son

Smá sandfok frá Markarfljótsaurum 24. apríl 2016

Lítið sandfok frá Markarfljóts-aurum, NA af Vestmannaeyjum.

20160424_modis_truecol_crop

24. apríl 2016 kl 13:05 (mynd frá MODIS/Nasa Rapidfire).

Stemmir við vindátt og vindhraða á þessum tíma.

20160424_IMO

Vindhraði (svartar tölur), vindátt (örvar) og hitastig þann 24. apríl 2016 (gögn frá VÍ).

Sandfok 18. apríl 2016

Sterk norðanátt og þurrt veður eru kjöraðstæður fyrir sandfok á suðurlandi. 18. apríl 2016 voru slíkar aðstæður.

image

Veður á hádegi þann 18. apríl 2016 (af vef Veðurstofu Íslands). Fyrir neðan eru síðan gervitunglamyndir frá MODIS (NASA Rapidfire) kl. 12:05 og 12:20 sem sýna sandfok, sér í lagi frá SA-hluta landsins.

20160418_modis_truecol_A20161091205

12:05 (Image from NASA MODIS/Rapidfire)

20160418_modis_truecol_P20161091220 

12:20 (Image from NASA MODIS/Rapidfire)