„Örlítið“ erfið framsetning í þessari frétt (Rafbílar valda meiri svifryksmengun en aðrir bílar samkvæmt sláandi rannsókn – DV) og rannsókn (Gaining traction, losing tread Pollution from tire wear now 1,850 times worse than exhaust emissions — Emissions Analytics) sem vitnað er til. Þarna er verið að bera saman svifryk í útblæstri og vegna slits dekkja.

Tilgangurinn sennilega að vekja athygli á því að svifryk vegna slits (sem á sér stað vegna slits dekkja, bremsa og vega) verður áfram vandamál þó að rafbílar verði algengari.
Sem er mikilvægur punktur.

Hinsvegar er skrítið að bera ekki saman samskonar uppsprettur svifryks þegar verið að bera rafbíla saman við aðra. Og fyrirsögnin í besta falli villandi.

Slit dekkja, bremsa og vega er einnig meira en útblástur á „venjulegum“ bílum.

Það sem veldur áhyggjum varðandi svifrykið vegna rafbíla er að oft eru þeir heldur þyngri og slitið eykst (oft reiknað með línulega) með þyngd.

Munurinn á „gamaldags“ bíl (bensín eða dísel) og rafbíl þegar kemur að dekkjasliti – og raunar einnig bremsusliti (þó að séu flækjur á því, regenerative …) og vegsliti – er því vegna þyngdar.

Gleymum svo ekki að nagladekk valda 20 – 30 sinnum meira vegsliti en ónelgd dekk.

Heimildir

Rafbílar valda meiri svifryksmengun en aðrir bílar samkvæmt sláandi rannsókn

EVs release more toxic emissions, are worse for the environment: study (nypost.com)

Gaining traction, losing tread Pollution from tire wear now 1,850 times worse than exhaust emissions — Emissions Analytics

Tyres Not Tailpipe — Emissions Analytics

Áhrif hraða á mengun vegna umferðar.